Um Vetedy Luxembourg

Hver erum við og hvert stefnum við

Uppgötvaðu sögu, heimspeki og skuldbindingar Vetedy, fjölskyldufyrirtækis sem er staðsett í fjórum hornum heimsins.

Vetedy í fáum orðum

VETEDY er hönnuður, framleiðandi og eigandi Softline & Technideck pallakerfa og Techniclic klæðningarkerfis.

Kerfin þrjú, með földum festingum, hafa sannað tæknilega eiginleika sína, endingu og nákvæmni í gegnum árin, allt síðan Vetedy var stofnað árið 1999.

Í dag er VETEDY fjölskylda fyrirtækja með alþjóðlega vídd staðsett um víða veröld: Lúxemborg, Belgíu, Kamerún og Indónesíu.

Patron de vetedy posant une terrasse avec la fixation vetedy

Sagan hefst

Árið 1998 var stofnandi Vetedy beðinn af arkitekt um að hanna „garðgólf“ og uppgötvaði hann að það var ekkert pallakerfi með földum festingum á markaðnum.

Að beiðni arkitektsins er síðan smíðaður hefðbundin barrtrés pallur hjá viðskiptavininum, allt að sjálfsögðu fest á hefðbundinn hátt með skrúfum. Óánægja með útkomuna og sannfæring um að hugtakið garð-gólfefni væri raunhæft, fæddi af sér Vetedy hugmyndin 20/12/1999. Margir mánuðir af rannsóknum og þróun fylgdu í kjölfarið til að finna upp kerfi sem myndi festa pallborðin án sýnilegra festinga, eins og parketgólf.

Markmið Vetedy var tvíþætt: að fullnægja þörf fyrir garðparket (kallað pallaborð) og að gera vöruna jafn göfuga og endingargóða og inniparket. Á þeim tíma vildi Vetedy, sem samanstendur af fyrstu tveimur stöfunum í þremur nöfnum sem eru vissulega ekki léttvæg (Veronique, Terry og Dylan), einfaldlega mæta eftirspurn í nærumhverfinu, en mjög fljótt sannfærðu nokkrir viðskiptavinir stofnandann um að hugsa stærra og víðar.

Þróun Vetedy á alþjóðamarkaði

Fyrsta alþjóðlega sýningin, fyrsti ávöxtur erfiðisins. Hugmyndin um að þróa Vetedy á alþjóðamarkað mótast. Þökk sé ítarlegum rannsóknum, samskiptum og sérstaklega stuðningi eins einstaklings, sem hefur gert Afríku að ástríðu sinni, fer hugmyndin að tengja viðartegund við festingarkerfið að vera skynsamleg. Það var sérstaklega mikilvægt að finna viðartegundir sem eru náttúrulega endingargóðar utandyra og umfram allt hafa einstakan stöðugleika til að standast álagið sem felast í falinni og óbeinni festingu.

Eftir nokkrar afgerandi prófanir ákvað Vetedy að byggja upp vinnslu í Afríku til að stjórna gæðum viðarins. Samhliða þessu er sett upp lítil bráðabirgðavinnsla bakatil í trésmiðju og komið á samstarfi við plastefna steypuvinnslu um framleiðslu á klemmufestingunum. Það er eftir margra mánaða rannsóknir, prófanir, efasemdir en umfram allt þrautseigju og staðfestu sem einkaleyfi fékkst á Softline kerfið árið 2001. Kynning á heilstæðu pallakerfi með földum festingum fór síðan af stað.

Farið í að alþjóðavæða og stækkun vöruúrvals

Vaxandi eftirspurn eftir Softline pöllum leiðir til þess að þörf er á sveigjanleika í birgðum og umfram allt að auka úrvalið. Þannig að, Vetedy ákveður að koma sér fyrir í Indónesíu og byggja upp verksmiðju sína í Belgíu.

Nokkrum árum síðar fæddist Techniclic varan, falið festingarkerfi fyrir viðarklæðningu, litli bróðir Softline kerfisins. Klæðningarlausnin slær í gegn hjá núverandi viðskiptavinum Vetedy.

Nýjasta viðbótin er Technideck, hugvitsamlegt álkerfi undir palla, sem hefur alla þá eiginleika sem þarf til að gjörbylta pallaheiminum enn á ný.

 • 1998

  Upphaf sögunnar….

  Það var upphaflega beiðni um gólfefni fyrir garð, að hugmyndin um að búa til pallakerfi með ósýnilegum festingum, flaug í hug frumkvöðulsins Patrick Deumer.

 • 1999

  Stofnun Vetedy Luxembourg SA

  Mjög fljótt varð hugmyndin að veruleika og fyrirtækið varð til. Áralöng saga sölu, lagningu og endurnýjun á parketi, er skilin frá til að stofna Vetedy, framleiðanda ósýnilegs festingakerfis fyrir palla.

 • 2000

  Þróun Softline

  Eftir 2 ára rannsóknir, og löng samtöl við samstarfsaðila og viðskiptavini, var Softline þróað.

 • 2001

  Skráning á Vetedy vörumerkinu og formleg kynning á Softline

  Fyrstu Softline verkefnin eru loksins í höfn, og Vetedy vörumerkið er skráð, til þróunar á alþjóðlegum markaði.

 • 2003

  Umsókn um einkaleyfi fyrir Softline

  Eftir aðeins 2 ár af sölu í heimahögum og kynningu á vörunni fyrir nokkrum alþjóðlegum aðilum, er kerfið farið að sýna möguleika sína um allan heim. Þá þarf að vernda hugmyndina hvað sem það kostar.

 • 2005

  Framkvæmdir við Vetedy Belgium verksmiðjuna

  Fórnarlamb eigin velgengni, fjárfestir Vetedy í byggingu 1900m² verksmiðju, og útfærir fullkomlega sérsniðna sjálfvirka framleiðslulínu.

 • 2008

  Stofnskrá Vetedy Cameroun

  Bygging sögunnar myllu í Kamerún til að tryggja aðföng okkar og til að tryggja stranga eftirfylgni við vinnslu á viðnum okkar.

 • 2008

  Stofnun samstarfsfyrirtækis Vetedy Indonesia

  Samhliða fjárfestingunni í Afríku, er stofnað til samstarfs til að tryggja framboð á asískum viðartegundum.

 • 2009

  Tappi og nót kerfi

  Mikil framfaraskref í heimi palla með innleiðingu tappi og nót úr gerfiefni fyrir fullkomin samskeyti milli borða.

 • 2010

  Framlenging á vef Vetedy Belgium framleiðslunnar

  Stækkun geymslusvæðis um 2300m².

 • 2011

  Techniclic einkaleyfisskráning og opinber kynning á vörunni

  Hinar ýmsu notkunarmöguleikar Softline kerfisins hvetja okkur til nýsköpunar til að auðvelda útfærslu á framhliðum, veggjum og loftum. Techniclic klæðningarkerfið er nú komið á markað.

 • 2011

  Samtíma fjárfestingar í ýmsum framleiðsluvélum

  Uppbygging á lóðinni á 1500m² til viðbótar með uppsetningu fjölblaða sagarr, nýrrar loftræstingar, þurrkofni með sjálfvirkum katli og hefil-línu til að vera algjörlega sjálfstæð í framleiðslu frá A til Ö.

 • 2014

  Techniclic einkaleyfisskráning og opinber kynning á vörunni

  Til að gefa hugmyndaflugi arkitekta lausan tauminn hefur Vetedy bætt bil kubbum við Techniclic línuna, litlum aukabúnaði sem gerir þeim kleift að leika sér með bilið á milli borða.

 • 2015

  Bygging hússins “Vetedy II

  Velgengni Vetedy vara gerir okkur kleift að byggja bygginguna sem heitir “Vetedy II”. Það margfaldast með tveimur, framleiðslusvæðinu.

 • 2018

  Nýjung: ný pökkunarlína fyrir pallaefni

  Vetedy gerir enn og aftur nýjungar með uppsetningu á 4-ása snjall þjarki umvafinn pökkunarlínu til að búa til “parket” pakka. Þetta hefur gert Vetedy kleift að styrkja stöðu sína hjá viðskiptavinum söluaðila sinna þökk sé margvíslegum kostum hvað varðar geymslu og flutninga.

 • 2020

  Rannsóknir og þróun á nýju Technideck vörunni

  Lokanir höfðu ekki betur við Vetedy… Allt rannsóknar- og þróunnarteymið einbeitti sér að þróun nýrrar vöru

 • 2021

  Einkaleyfisskráning og opinber kynning á Technideck

  Opinber kynning á Technideck í mars 2021. Alls liðu tæp 3 ár frá hugmyndinni þar til hún var sett á markað.

 • 2022

  Klemmur Softline 140

  Softline 140 klemmur, sem þar með leyfa 140mm borð í kerfið okkar.

 • 2023

  Framhald…

  🙂

Carte des références